REGLUR nr. 14/2002 um starfsemi Íslenska dansflokksins.


1. gr.
Íslenski dansflokkurinn er sjálfstćđur listdansflokkur. Markmiđ hans er ađ sýna listdans, stuđla ađ nýsköpun í innlendri listdanssmíđi og vera ađ öđru leyti vettvangur til eflingar og framţróunar danslistar á Íslandi.
Málefni Íslenska dansflokksins heyra undir menntamálaráđuneytiđ.

2. gr.
Íslenska dansflokknum stjórnar listdansstjóri í samvinnu viđ stjórn dansflokksins, eftir ţví sem nánar segir í reglum ţessum.

3. gr.
Listdansstjóri er forstöđumađur dansflokksins og er skipađur af menntamálaráđherra til fimm ára í senn ađ fenginni tillögu stjórnar. Sá sem skipađur er listdansstjóri skal hafa stađgóđa ţekkingu og reynslu á sviđi listdans. Ćtíđ skal auglýsa embćttiđ laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils.
Listdansstjóri veitir dansflokknum listrćna forystu og mótar listrćna stefnu hans, í samráđi viđ stjórn. Listdansstjóri á ađ stuđla ađ uppbyggingu dansflokksins međ ţví ađ hafa stöđugt í huga rćktun og ađhlynningu listrćnna hćfileika ţeirra sem ţar starfa, bćđi sem dansarar og danshöfundar.
Listdansstjóri annast og ber ábyrgđ á daglegum rekstri dansflokksins og reikningsskilum. Hann stýrir dansflokknum, gerir starfs- og fjárhagsáćtlun fyrir hvert rekstrarár og ber ábyrgđ á rekstri dansflokksins, bćđi listrćnum og fjárhagslegum. Listdansstjóri skal afhenda árlega starfs- og fjárhagsáćtlun til umsagnar stjórnar dansflokksins, áđur en hún er endanlega stađfest. Listdansstjóri rćđur starfsfólk og fer ađ öđru leyti međ stjórn starfsmannamála dansflokksins. Ţá hefur listdansstjóri yfirumsjón međ markađssetningu, almannatengslum og kynningu á dansflokknum.
Skal nánar kveđiđ á um starfssviđ listdansstjóra í erindisbréfi.

4. gr.
Menntamálaráđherra skipar ţriggja manna stjórn Íslenska dansflokksins til fjögurra ára í senn. Félag listdansara á Íslandi tilnefnir einn mann í stjórn, sem skal ţó ekki vera starfandi dansari hjá Íslenska dansflokknum, en tveir skulu skipađir án tilnefningar og skal annar ţeirra vera formađur.
Stjórn Íslenska dansflokksins fjallar almennt um starfsemi dansflokksins og skulu allar meiriháttar ákvarđanir í ţeim efnum bornar undir stjórnina til umsagnar. Árleg starfs- og fjárhagsáćtlun sem listdansstjóri vinnur og leggur fram, skal borin undir stjórnina til umsagnar.

5. gr.
Listdansari, sem hefur veriđ fastráđinn dansari í a.m.k. 8 ár frá 1. mars 2001 og láta ţarf af störfum viđ Íslenska dansflokkinnn vegna ţess ađ hann uppfyllir ekki lengur listrćnar kröfur listgreinarinnar á rétt á styrk međ tvennum hćtti. Listdansari skal ţremur mánuđum fyrir starfslok velja hvora leiđina hann kýs.
Leiđ a.
Listdansari skal viđ starfslok eiga rétt á eingreiđslu sem hér segir:
1. 1,2 milljónir króna eftir átta ár.
2. 1,6 milljónir króna eftir tólf ár.
Leiđ b.
Listdansari skal viđ starfslok eiga rétt á námsstyrk 75% af launum sem hér segir:
1. Í tvö ár eftir átta ára starf.
2. Í ţrjú ár eftir tólf ára starf.

6. gr.
Reglur ţessar eru settar međ hliđsjón af 1. mgr. 14. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998 og skv. heimild í 19. gr. sömu laga og öđlast ţegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur um starfsemi Íslenska dansflokksins nr. 878/1999.

Ákvćđi til bráđabirgđa.
Ráđningartímabili núverandi listdansstjóra lýkur 31. júlí 2002 og mun menntamálaráđherra skipa hann listdansstjóra skv. 3. gr. tímabundiđ til ţess tíma, í kjölfar gildistöku reglna ţessara. Frá 1. ágúst 2002 mun menntamálaráđherra skipa ađ nýju í embćtti listdansstjóra skv. 3. gr.
Núverandi stjórn Íslenska dansflokksins mun sitja út skipunartíma sinn eđa til 26. október 2004.

Menntamálaráđuneytinu, 14. janúar 2002.

Björn Bjarnason.
Örlygur Geirsson.


Reglur um starfsemi Íslenska dansflokksins
  • Reglur um breyting á reglum um starfsemi Íslenska dansflokksins, nr. 14/2002

  • Til baka í allar tegundir