prentvæn útgáfa C.20. Yfirlýsing

YFIRLÝSING
RÍKISSTJÓRNAR AUSTURRÍKIS
UM FULLNUSTU ÁKVARÐANA STOFNANA EB UM FJÁRSKULDBINDINGAR Á AUSTURRÍSKU
YFIRRÁÐASVÆÐI
Austurríki lýsir því yfir að skuldbinding þess um að fullnægja ákvörðunum stofnana EB um fjárskuldbindingar á austurrísku yfirráðasvæði eigi aðeins við um ákvarðanir sem ákvæði EES-samningsins taka að öllu leyti til.