prentvæn útgáfa C.29. Yfirlýsing

YFIRLÝSING
EVRÓPUBANDALAGSINS
UM ÞÁTTTÖKU SÉRFRÆÐINGA EFTA-RÍKJANNA Í NEFNDUM
EB SEM TENGJAST EES VIÐ BEITINGU 100. GR. SAMNINGSINS
Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna staðfestir að samkvæmt meginreglum 100. gr. skuli hvert EFTA-ríki tilnefna eigin sérfræðinga. Þessir sérfræðingar taka á jafnréttisgrundvelli, ásamt fulltrúum aðildarríkja EB, þátt í undirbúningsvinnu fyrir fundi þeirra nefnda EB sem tengjast þeim réttarreglum sem um ræðir. Framkvæmdastjórn EB mun taka þann tíma sem með þarf til samráðs og leggur síðan tillögu sína fram á formlegum fundi.