prentvæn útgáfa C.35. Yfirlýsing

YFIRLÝSING
EVRÓPUBANDALAGSINS
UM TVÍHLIÐA SAMNINGA
Bandalagið telur að
— tvíhliða samningar um vöruflutninga á vegum og járnbrautum milli Efnahagsbandalags Evrópu og Austurríkis og milli Efnahagsbandalags Evrópu og Sviss,
— tvíhliða samningar um tiltekið fyrirkomulag varðandi landbúnað milli Efnahagsbandalags Evrópu og einstakra EFTA-ríkja,
— tvíhliða samningar um fiskveiðar milli Efnahagsbandalags Evrópu og Svíþjóðar, Efnahagsbandalags Evrópu og Noregs og Efnahagsbandalags Evrópu og Íslands,
séu hluti af heildarniðurstöðu samningaviðræðnanna og grundvallarþáttur í samþykki þess á EES-samningnum, enda þótt þessir samningar séu aðgreindir lagalegir gerningar.
Bandalagið áskilur sér því rétt til að fresta gerð EES-samningsins uns hlutaðeigandi EFTA-ríki hafa tilkynnt bandalaginu um fullgildingu ofantalinna tvíhliða samninga. Bandalagið áskilur sér enn fremur rétt til að taka afstöðu gagnvart afleiðingunum séu samningar þessir ekki fullgiltir.