|  |
SAMEIGINLEG YFIRLÝSING
UM TOLLAÍVILNANIR FYRIR TILTEKNAR LANDBÚNAÐARAFURÐIR
Samningsaðilar lýsa því yfir að njóti sama vara tollaívilnana skuli, bæði samkvæmt bókun 3 við samninginn og samkvæmt tvíhliða samningi um viðskipti með landbúnaðarafurðir sem um getur í bókun 42 við framangreindan samning, hagstæðari tollameðferð veitt gegn afhendingu tilskilinna skjala. Þetta hefur ekki áhrif á skuldbindingar sem leiðir af 16. gr. samningsins.
 |  | |