prentvæn útgáfa A.21. Yfirlýsing

SAMEIGINLEG YFIRLÝSING
VARÐANDI FJÁRMAGNSKERFIÐ
Gangi samningsaðili sem er í EFTA úr EFTA og í bandalagið þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að slíkt hafi ekki í för með sér frekari fjárhagsskuldbindingar þeirra EFTA-ríkja sem eftir standa. Samningsaðilar hafa í þessu tilliti í huga ákvörðun EFTA-ríkjanna um að reikna framlag hvers þeirra um sig til fjármagnskerfisins út eftir vergri þjóðarframleiðslu samkvæmt markaðsverði næstliðin þrjú ár. Fyrir EFTA-ríki sem ganga í bandalagið þarf að finna viðeigandi og réttmætar lausnir í aðildarviðræðunum.