![]() |
5 [BÓKUN 23 UM SAMVINNU MILLI EFTIRLITSSTOFNANA (58. GR.) ALMENNAR MEGINREGLUR 1. gr. 2. Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB skulu, í samræmi við eigin reglur og með hliðsjón af 56. gr. samningsins og bókun 22 og sjálfsákvörðunarrétti beggja aðila, hafa samvinnu í einstökum málum sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins, sbr. ákvæðin hér á eftir. 3. Í þessari bókun merkir hugtakið „yfirráðasvæði eftirlitsstofnunar“, að því er varðar framkvæmdastjórn EB, yfirráðasvæði aðildarríkja EB, sem stofnsáttmáli Evrópubandalagsins tekur til, með þeim skilmálum sem settir eru í þessum sáttmálum, en að því er varðar eftirlitsstofnun EFTA merkir það svæði EFTA-ríkjanna sem samningurinn tekur til. [1. gr. a Til þess að stuðla að því að Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB túlki ákvæði 53. og 54. gr. samningsins og 81. og 82. gr. sáttmálans á einsleitan hátt má einnig heimila Eftirlitsstofnun EFTA og lögbærum yfirvöldum í EFTA-ríkjunum þátttöku í fundum nets opinberra yfirvalda sem um getur í 15. inngangslið reglugerðar (EB) nr. 1/2003, en eingöngu í þeim tilgangi að ræða almenn stefnumótunaratriði. Eftirlitsstofnun EFTA, framkvæmdastjórn EB og lögbær yfirvöld í EFTA-ríkjunum og aðildarríkjum EB skulu hafa heimild til að leggja fram allar þær upplýsingar sem fyrir þurfa að liggja vegna slíkrar umræðu um almenn stefnumótunaratriði í því neti. Upplýsingar, sem lagðar eru fram í því sambandi, skal ekki nota í fullnustutilgangi. Þessi þátttaka skal vera með fyrirvara um þátttökurétt EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt EES-samningnum.]*) *) Ákvörðun nr. 147/2007. (EES-viðbætir 19/96, 10.4.2008). Gildistaka: 27.10.2007. UPPHAF MÁLAREKSTURS 2. gr. 2. Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB skulu senda hvor annarri, án ónauðsynlegra tafa, upplýsingar sem þær hafa fengið frá innlendum samkeppnisyfirvöldum á yfirráðasvæðum sínum um að gerðar hafi verið fyrstu ráðstafanir til formlegrar rannsóknar í málum sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins. 3. Eftirlitsstofnunin, sem hefur fengið upplýsingar, eins og kveðið er á um í fyrstu málsgrein, getur komið athugasemdum sínum um málið á framfæri innan 40 virkra daga frá móttöku upplýsinganna. 3. gr. – ber fram andmæli sín við hlutaðeigandi fyrirtæki eða samtök fyrirtækja, – birtir þá fyrirætlun sína að samþykkja ákvörðun þess efnis að 53. eða 54. gr. samningsins eigi ekki við, eða – birtir þá fyrirætlun sína að samþykkja ákvörðun þess efnis að þær skuldbindingar, sem fyrirtæki hafa boðið, verði bindandi fyrir þau. 2. Hin eftirlitsstofnunin getur komið athugasemdum sínum á framfæri innan þeirra tímamarka sem fram koma í framangreindum ákvörðunum eða andmælum. 3. Senda skal hinni eftirlitsstofnuninni athugasemdir sem koma frá hlutaðeigandi fyrirtækjum eða þriðju aðilum. 4. gr. Í málum, sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins, skal þar til bær eftirlitsstofnun senda hinni eftirlitsstofnuninni þau stjórnsýsluskjöl þar sem fram kemur að máli er lokað eða beiðni hafnað. 5. gr. Í málum, sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins, skal þar til bær eftirlitsstofnun bjóða hinni eftirlitsstofnuninni að eiga fulltrúa við skýrslugjöf hlutaðeigandi fyrirtækja. Boðið skal einnig ná til ríkja sem falla undir valdsvið hinnar eftirlitsstofnunarinnar. RÁÐGJAFARNEFND 6. gr. 2. Öll skjöl, send í þessum tilgangi frá hinni eftirlitsstofnuninni, skulu lögð fyrir ráðgjafarnefnd þeirrar eftirlitsstofnunar, sem er til þess bær að skera úr um mál í samræmi við 56. gr., ásamt gögnum sem sú eftirlitsstofnun leggur fram. 3. Hvor eftirlitsstofnunin um sig og ríki, sem falla undir valdsvið hennar, eiga rétt á að eiga fulltrúa í ráðgjafarnefndum hinnar eftirlitsstofnunarinnar sem geta látið í ljós álit sitt en hafa þó ekki atkvæðisrétt. 4. Samráð getur einnig farið fram skriflega. Ef eftirlitsstofnunin, sem er ekki til þess bær að taka ákvörðun í máli í samræmi við 56. gr., fer fram á það skal þar til bær eftirlitsstofnun þó boða til fundar. BEIÐNI UM SKJÖL OG RÉTTUR TIL ÞESS AÐ GERA ATHUGASEMDIR 7. gr. Í málum, sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins, getur eftirlitsstofnun, sem ekki er til þess bær að taka ákvörðun í máli í samræmi við 56. gr. samningsins, beðið um afrit af mikilvægustu skjölunum á öllum stigum málareksturs hjá hinni eftirlitsstofnuninni og enn fremur getur hún, áður en lokaákvörðun er tekin, gert þær athugasemdir sem hún telur vera við hæfi. AÐSTOÐ STJÓRNVALDA 8. gr. 2. Að beiðni þar til bærrar eftirlitsstofnunar, eins og hún er skilgreind í 56. gr. samningsins, skal hin eftirlitsstofnunin, í samræmi við eigin reglur, annast athuganir á yfirráðasvæði sínu í málum sem þar til bæra eftirlitsstofnunin, sem þess óskar, telur nauðsynlegt. 3. Þar til bæra eftirlitsstofnunin á rétt á því að hafa fulltrúa og taka virkan þátt í athugunum sem hin eftirlitsstofnunin lætur fara fram, sbr. 2. mgr. 4. Allar upplýsingar, sem fást úr þessum athugunum samkvæmt beiðni, skulu sendar um leið og athugun lýkur til eftirlitsstofnunarinnar sem fór fram á athugunina. 5. Þegar þar til bær eftirlitsstofnun, í málum sem falla undir b- og c-lið 1. mgr., annan málslið 2. mgr. og 3. mgr. í 56. gr. samningsins, lætur fara fram athugun á yfirráðasvæði sínu skal hún tilkynna hinni eftirlitsstofnuninni að slík athugun hafi farið fram og, að fenginni beiðni, senda henni þær niðurstöður sem máli skipta úr þessum athugunum. 6. Þegar þar til bær eftirlitsstofnun, eins og hún er skilgreind í 56. gr. samningsins, tekur viðtal við einstakling eða lögaðila, sem veitt hefur til þess samþykki sitt, á yfirráðasvæði hinnar eftirlitsstofuninarinnar skal upplýsa síðarnefndu stofnunina um það. Fulltrúum þeirrar eftirlitsstofnunar, sem er ekki til þess bær, er heimilt að vera viðstaddir viðtalið, svo og embættismönnum frá samkeppnisyfirvöldum á því yfirráðasvæði þar sem viðtalið fer fram. SKIPTI Á OG NOTKUN UPPLÝSINGA 9. gr. 2. Upplýsingar, sem safnað er eða skipst er á samkvæmt þessari bókun, skulu einungis notaðar til sönnunar við málsmeðferð skv. 53. eða 54. gr. EES-samningsins og í tengslum við það viðfangsefni sem var tilefni þess að þær voru teknar saman. 3. Ef þær upplýsingar, sem um getur í 1. og 2. mgr. 2. gr., varða mál sem er hafið á grundvelli umsóknar um niðurfellingu eða lækkun sekta er þeirri eftirlitsstofnun, sem tekur við upplýsingunum, ekki heimilt að nota þær til að hefja athugun á eigin vegum. Þetta er með fyrirvara um heimildir eftirlitsstofnunarinnar til að hefja athugun á grundvelli upplýsinga frá öðrum. 4. Upplýsingar, sem umsækjandi um niðurfellingu eða lækkun sekta veitir sjálfviljugur, skulu einungis sendar hinni eftirlitsstofnuninni með samþykki umsækjanda, sbr. þó 5. mgr. Á sama hátt skulu aðrar upplýsingar, sem hafa fengist við eða eftir athugun eða aðra gagnaöflun sem í engu tilviki hefði getað farið fram nema á grundvelli umsóknar um niðurfellingu eða lækkun sekta, því aðeins sendar hinni eftirlitsstofnuninni að umsækjandi hafi samþykkt sendingu upplýsinga, sem hann hefur sjálfviljugur veitt í umsókn sinni um niðurfellingu eða lækkun sekta, til þeirrar stofnunar. Eftir að umsækjandi um niðurfellingu eða lækkun sekta hefur gefið samþykki sitt fyrir sendingu upplýsinga til hinnar eftirlitsstofnunarinnar getur hann ekki dregið það til baka. Þessi málsgrein er þó með fyrirvara um þá ábyrgð sem hvílir á sérhverjum umsækjanda að senda umsókn sína um niðurfellingu eða lækkun sekta hverri þeirri stofnun sem hann telur viðeigandi. 5. Þrátt fyrir 4. mgr. er samþykkis umsækjanda fyrir sendingu upplýsinga til hinnar eftirlitsstofnunarinnar ekki krafist við eftirfarandi aðstæður: a) Samþykkis er ekki krafist ef eftirlitsstofnunin, sem fær upplýsingarnar, hefur fengið sams konar umsókn um niðurfellingu eða lækkun sekta fyrir sama brot frá sama umsækjanda og lögð var inn hjá eftirlitsstofnuninni, sem sendir upplýsingarnar, að því tilskildu að umsækjandinn geti ekki dregið til baka upplýsingarnar, sem hann hefur gefið eftirlitsstofnuninni, sem fær upplýsingarnar, á þeim tíma sem þær eru sendar. b) Samþykkis er ekki krafist ef eftirlitsstofnun, sem fær upplýsingarnar, hefur gefið út skriflega skuldbindingu um að upplýsingar, sem hún hefur fengið sendar og aðrar upplýsingar sem hún kann að fá eftir sendingartíma, sem er skráður hjá eftirlitsstofnuninni sem sendir upplýsingarnar, verði hvorki notaðar af henni sjálfri né annarri stofnun sem fær þær sendar síðar til að beita viðurlögum gagnvart þeim sem sækir um niðurfellingu eða lækkun sekta eða gagnvart öðrum lögaðila eða einstaklingi sem nýtur hagstæðari meðferðar af hálfu eftirlitsstofnunarinnar, sem sendir upplýsingarnar, á grundvelli umsóknar sem hann leggur fram innan ramma áætlunar stofnunarinnar um niðurfellingu eða lækkun sekta eða gagnvart starfsmanni eða fyrrverandi starfsmanni þess sem sækir um niðurfellingu eða lækkun sekta eða einhverra þeirra sem að framan getur. Afhenda skal umsækjanda eintak af skriflegri skuldbindingu viðtökuyfirvaldsins. c) Ekki þarf samþykki fyrir sendingu upplýsinga til eftirlitsstofnunar, sem fékk umsókn um niðurfellingu eða lækkun sekta, eða notkun hennar á þeim upplýsingum hafi samkeppnisyfirvöld í EFTA-ríki tekið þær saman skv. 2. mgr. 8. gr. að beiðni þeirrar eftirlitsstofnunar. Þagnarskylda 10. gr. 2. Framkvæmdastjórn EB, Eftirlitsstofnun EFTA, samkeppnisyfirvöld í aðildarríkjunum og EFTA-ríkjunum, embættismenn þeirra, opinberir starfsmenn þeirra og aðrir þeir sem vinna undir stjórn þessara stofnana, svo og embættismenn og opinberir starfsmenn annarra stofnana í ríkjunum, skulu ekki veita þær upplýsingar, sem fengnar eru eða skipst er á á grundvelli beitingar þessarar bókunar né heldur þær upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu. 3. Reglur um þagnarskyldu og takmarkaða notkun upplýsinga, sem kveðið er á um í samningnum eða löggjöf samningsaðila, koma ekki í veg fyrir að skipst verði á upplýsingum eins og sett er fram í þessari bókun. [AÐGANGUR AÐ MÁLSSKJÖLUM 10. gr. a Þegar eftirlitsstofnun veitir aðilum, sem andmælum er beint til, aðgang að málsskjölum skal aðgangurinn ekki taka til innanhússskjala hinnar eftirlitsstofnunarinnar eða samkeppnisyfirvalda í aðildarríkjum EB og EFTA-ríkjunum. Réttur til aðgangs að málsskjölum nær t.a.m. ekki til bréfaskipta á milli eftirlitsstofnananna, milli eftirlitsstofnunar og samkeppnisyfirvalda í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjunum eða milli samkeppnisyfirvalda í aðildarríkjum EB eða í EFTA-ríkjunum þegar slík bréfaskipti eru hluti af málsskjölum þar til bærrar eftirlitsstofnunar.]*) *) Ákvörðun nr. 178/2004. (EES-viðbætir 26/25, 26.5.2005). Gildistaka: 1.7.2005. KVARTANIR OG FLUTNINGUR MÁLA 11. gr. 2. Ef í ljós kemur við undirbúning eða upphaf málsmeðferðar í krafti embættis að hin eftirlitsstofnunin er bær til þess að taka ákvörðun um mál í samræmi við 56. gr. samningsins skal málið sent þar til bæru eftirlitsstofnuninni. 3. Þegar mál hefur verið sent hinni eftirlitsstofnuninni, eins og kveðið er á um í 2. og 3. mgr., má ekki senda það til baka. Ekki má senda mál eftir að – skjalfest andmæli hafa verið send hlutaðeigandi fyrirtækjum eða samtökum fyrirtækja, – bréf hefur verið sent til þess að gera þeim sem bar fram kvörtunina ljóst að ástæður fyrir málarekstri séu ófullnægjandi, – birt hefur verið fyrirætlun um að samþykkja ákvörðun þess efnis að 53. eða 54. gr. eigi ekki við eða birt hefur verið fyrirætlun um að samþykkja ákvörðun um að þær skuldbindingar, sem fyrirtæki hafi boðið, skuli vera bindandi fyrir þau. TUNGUMÁL 12. gr. Í kvörtunarmálum eiga einstaklingar og lögaðilar rétt á að nota það opinbera tungumál EFTA-ríkis eða Evrópubandalagsins sem þeir kjósa og að Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB noti það einnig. Hið sama á einnig við á öllum stigum málareksturs, hvort sem hann hefst með kvörtun eða í krafti embættis þar til bærrar eftirlitsstofnunar.]*) *) Ákvörðun nr. 130/2004. (EES-viðbætir 12/42, 10.3.2005). Gildistaka: 19.5.2005. ![]() | ![]() | ||