Reglugerđ nr. 6/2001
um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga


1. gr.

Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal eigi vera skemmri en níu mánuđir og kennslu- og prófdagar eigi fćrri en 175, ţar af eigi fćrri en 145 kennsludagar. Hann skiptist í tvćr sem nćst jafnlangar annir.


2. gr.

Skólameistari ákveđur, ađ höfđu samráđi viđ skólaráđ og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 22.08– 31.05. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum ţá ákvörđun fyrir lok nćsta skólaárs á undan.


3. gr.

Leyfisdagar nemenda skulu vera sem hér greinir: Jólaleyfi frá og međ 21. desember til og međ 3. janúar, páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og međ ţriđjudegi eftir páska. Ađrir leyfisdagar eru eingöngu ţeir sem lögbođnir eru.


4. gr.

Vilji skóli starfrćkja sumarönn skal hann leita heimildar menntamálaráđherra. Um starfsemi framhaldsskóla á sumarönn fer samkvćmt námskrá handa framhaldsskólum og gildandi lögum og reglugerđum um starfsemi ţeirra.


5. gr.

Viđ mat á hlut kennslu í árlegum starfstíma skóla er miđađ viđ ţá daga sem nemendur sćkja skóla skv. stundaskrá undir skipulegri leiđsögn kennara. Sé kennsla, sem nemur heilli kennslustund eđa meira, felld niđur hjá meira en helmingi nemenda á sama tíma skal kennsla talin skert hlutfallslega af reglulegum kennslutíma skóla skv. stundaskrá. Niđurfelling kennslu í tvćr kennslustundir af átta sem yfir helmingur nemenda ćtti ađ sćkja tiltekinn kennsludag myndi skerđa kennslu um 25%. Slíkar hlutfallstölur yrđu lagđar saman til ţess ađ telja skerta kennslu annar eđa skólaárs. Skólasetningardagur telst ekki kennsludagur nema kennsla fari ađ öđru leyti fram skv. stundaskrá. Skólaslitadagur og/eđa afhendingardagur einkunna telst reglulegur kennsludagur.

Vinnudagar kennara á árlegum starfstíma skóla eru: reglulegir kennsludagar, skertir kennsludagar, próf og námsmatsdagar og ađrir vinnudagar á árlegum starfstíma.


6. gr.

Reglugerđ ţessi er sett samkvćmt heimild í 3. gr. laga nr. 80/1996, sem og međ vísan til 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. sömu laga, og öđlast ţegar gildi. jafnframt fellur úr gildi reglugerđ nr. 552/1997 um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.

Menntamálaráđuneytinu, 8. janúar 2001


Björn Bjarnason

Ţórunn J. Hafstein

Slóđ ađ ţessu skjali: http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir62001


Til baka í allar tegundir